ÍBV upp í annað sæti

Frá leiknum í Hafnarfirði í kvöld.
Frá leiknum í Hafnarfirði í kvöld. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

FH og ÍBV gerðu 1:1 jafntefli í bragðdaufum leik í í 14. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu á Kaplakrikavelli í kvöld.

Fyrri hálfleikurinn var viðburðalítill lengst af en á 37. mínútu dró til tíðinda. Sóley Guðmundsdóttir átti þá fyrirgjöf fyrir ÍBV inn í teig og Kristín Erna Sigurlásdóttir lagði upp boltann fyrir Rut Kristjánsdóttur sem sneri hann í fjærhornið af stuttu færi, glæsilegt mark.

Aðeins þremur mínútum síðar tókst FH að jafna leikinn. Nadía Atladóttir átti þá sendingu upp hægri kantinn á Caroline Murray en Adelaide Anne Gay, markvörður ÍBV, tók þá óskiljanlegu ákvörðun að koma út í boltann. Murray vann það einvígi við hliðarlínuna og stýrði boltanum í tómt netið, staðan orðin 1:1.

Guðný Árnadóttir var tekin af velli í hálfleik vegna meiðsla og við það riðlaðist varnarleikur FH þó nokkuð. Þær Cloé Lacasse og Adrienne Jordan voru nálægt því að nýta sér það en gestirnir fengu nokkur færi vegna vandræðagangs í varnarleik FH-liðsins.

Heimamenn fengu líka nokkur tækifæri og átti Erna Guðrún Magnúsdóttir meðal annars skot í þverslá seint í leiknum en báðum liðum gekk illa að skapa sér afgerandi færi á lokakafla leiksins og niðurstaðan því afar bragðdauft jafntefli.

ÍBV fer, að minnsta kosti tímabundið, upp í annað sætið og er nú með 28 stig. FH er áfram í 6. sætinu með 19 stig þegar 14 umferðir eru liðnar.

FH 1:1 ÍBV opna loka
90. mín. Alda Ólafsdóttir (FH) á skot framhjá Bruce gerir vel og vinnur boltann og kemur honum á Öldu sem, við vítateigshornið vinstra megin, reynir langskot en þetta er vel yfir. Það vantar gæðin í sóknarleik beggja liða. Bragðdaufur seinni hálfleikur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert