„Þið voruð stórkostleg“

Andriy Shevchenko á Laugardalsvelli í kvöld.
Andriy Shevchenko á Laugardalsvelli í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Úkraínska knattspyrnugoðsögnin Andriy Shevchenko, þjálfari karlalandsliðs Úkraínu í knattspyrnu, heillaðist greinilega af frammistöðu íslenskra stuðningsmanna á Laugardalsvelli í kvöld, þar sem Ísland vann 2:0-sigur í leik liðanna í undankeppni HM.

Á leið sinni af velli eftir leikinn, og þrátt fyrir dýrkeypt tap, klappaði Shevchenko fyrir stuðningsmönnum Íslands í stúkunni og kallaði til þeirra; „stórkostleg, þið voruð stórkostleg (e. fantastic),“ í miðju lokavíkingaklappi hjá Íslendingum í tilefni sigursins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert