Frábær sigur hjá stelpunum

Byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Svartfjallalandi í dag.
Byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Svartfjallalandi í dag. Ljósmynd/facebook-síða KSÍ

U19 ára landslið kvenna í knattspyrnu vann í dag stórsigur á Svartfellingum, 7:0, fyrsta leik sínum í undankeppni Evrópumótsins en riðillinn er spilaður í Duisburg Þýskalandi.

Staðan var, 0:0, eftir fyrri hálfleikinn en í þeim síðari tók íslenska liðið öll völd á vellinum og áður en yfir lauk hafði það skorað sjö mörk.

Hlín Eiríksdóttir skoraði tvö mörk og þær Anita Daníelsdóttir Sólveig Jóhannesdóttir, Stefanía Ragnarsdóttir, Kristín Dís Árnadóttir,og Bergdís Fanney Einarsdóttir skoruðu sitt markið hver.

Ísland mætir Kosóvó á föstudaginn og Þýskalandi á mánudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert