Fimm liða fallbarátta

Fjölnir og ÍA eru bæði í mikilli fallbaráttu.
Fjölnir og ÍA eru bæði í mikilli fallbaráttu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eftir viðureign Víkingsliðanna tveggja í Ólafsvík í gærkvöld þar sem Reykjavíkur-Víkingar höfðu betur eru fimm lið eftir í fallbaráttunni fyrir tvær síðustu umferðirnar. KA og Víkingur R. geta reyndar tæknilega séð enn fallið en til þess þarf einhver furðuúrslit, sérstaklega hvað KA-menn varðar, þar sem þessi tvö lið eru með svo mikið betri markatölu en Víkingur frá Ólafsvík og sex stigum meira. KA er 28 mörkum á undan Ólafsvíkingum og Víkingur R. 17 mörkum.

Fjölnir á reyndar eftir að spila þrjá leiki þar sem liðið á eftir frestaðan leik gegn FH á heimavelli og hann fer fram á fimmtudaginn. Tvær síðustu umferðirnar eru síðan leiknar 24. og 30. september.

Neðstu fimm liðin eiga þessa leiki eftir:

Breiðablik (24 stig): ÍBV (heima) og FH (úti).

ÍBV (22 stig): Breiðablik (úti) og KA (heima).

Fjölnir (21 stig): FH (heima), KR (heima) og Grindavík (úti).

Víkingur Ó. (20 stig): FH (heima) og ÍA (úti).

ÍA (15 stig): Víkingur R. (úti) og Víkingur Ó. (heima). 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert