Pape opnar sig um fordóma – „Fólk forðast mig“

Ivica Dzolan og Pape Mamadou Faye eigast við í leik.
Ivica Dzolan og Pape Mamadou Faye eigast við í leik. mbl.is/Golli

„Það kom aldrei til greina að hætta,“ segir Pape Mamadou Faye, framherji Víkings Ólafsvíkur, sem opnar sig um kynþáttafordóma sem hann hefur orðið fyrir í DV í dag.

Pape fæddist í Senegal og ólst þar upp til 11 ára aldurs og fór snemma að æfa knattspyrnu. „Sum af þessum orðum særa mig meira en N-orðið. Þau notuðu gamaldags orð eins og surtur,“ segir Pape og vísar þar í foreldra drengja úr andstæðingaliðum í yngri flokkum.

Hann greinir frá því að hafa fengið morðhótun fyrir leik gegn Fjölni. Bætt var við öryggisgæslu á leiknum og sérstakar ráðstafanir gerðar. Fjölgun ferðamanna og innflytjenda hér á landi hafi gert lífið auðveldara síðustu ár.

„Ég lendi oft í því að fólk reynir að forðast mig og vill ekki sitja við hliðina á mér í strætisvögnum, jafnvel þótt vagninn sé þétt setinn. [...] Ég hef oft lent í því að ef ég sest í heitan pott tæmist hann á tveimur mínútum. Fólk fer í burtu og enginn kemur í staðinn. Sumir virðast vera á leiðinni í pottinn þegar þeir sjá mig og hætta þá við. Þetta er mest særandi rasisminn,“ segir Pape meðal annars í viðtalinu við DV.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert