Arnar hættur með ÍR-inga

Arnar Þór Valsson.
Arnar Þór Valsson. Ljósmynd/Facebook-síða ÍR

Arnar Þór Valsson hefur látið af störfum sem þjálfari karlaliðs ÍR í knattspyrnu en hann greindi leikmönnum sínum frá þessu eftir leikinn gegn Fylki í lokaumferð Inkasso-deildarinnar í dag.

Arnar hefur stýrt ÍR-liðinu undanfarin fimm ár og undir hans stjórn vann liðið sér sæti í Inkasso-deildinni í fyrra og liðið og hafnaði í 10. sæti deildarinnar og hélt þar með sæti sínu.

Á Facebook-síðu ÍR-inga segir;

„Stjórn knattspyrnudeildar ÍR þakkar Arnari Þór fyrir fórnfús og ómetanleg störf hans í þágu knattspyrnunnar í neðra Breiðholti. Jafnframt óskum við honum farsældar í leik og starfi í framtíðinni.

Arnar Þór er einstök fyrirmynd allra ÍR-inga og einn uppáhalds sonur félagsins. Ávallt í hávegum hafður og hver veit nema að leiðir rati saman síðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert