Breiðablik enn á lífi í titilbaráttunni

Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði fyrra mark Blika.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði fyrra mark Blika. Ljósmynd/Hanna Andrésdóttir

Breiðablik á enn möguleika á að verða Íslandsmeistari kvenna í fótbolta eftir 2:0-útisigur á Stjörnunni í næstsíðustu umferð Pepsi-deildarinnar í dag. Þór/KA tapaði fyrir Grindavík á útivelli, 3:2 og munar því aðeins tveimur stigum á liðunum fyrir lokaumferðina og er Breiðablik auk þess með betri markatölu. 

Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom Breiðabliki yfir á 29. mínútu og Lorina White varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í seinni hálfleik og þar við sat. 

Í Hafnarfirði vann FH óvæntan sigur á Val, 2:0. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Alda Ólafsdóttir skoruðu mörkin í sitt hvorum hálfleiknum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert