Sigurmark á 88. mínútu og Fylkir vann deildina

Ásgeir Börkur Ásgeirsson og liðsfélagar hans fagna 1. deildartitlinum
Ásgeir Börkur Ásgeirsson og liðsfélagar hans fagna 1. deildartitlinum mbl.is/Golli

Með sigurmarki á síðustu mínútu í 2:1 sigri á ÍR í Árbænum í kvöld tryggðu Árbæingar sér sigur í næstefstu deild karla, Inkasso-deildinni, þar sem Kefla­vík tapaði 2:1 gegn HK.   Fylkir endar því með 48 stig en Keflavík 46. Bæði höfðu fyrir leikinn tryggt sér sæti í efstu deild að ári.

Framan af fyrri hálfleik var Fylkir betra liðið en gestirnir úr Breiðholtinu voru samt alveg með í leiknum og áttu sína færi. Það var samt ekki fyrr en á 53. mínútu í síðari hálfleik að vörn Fylkis sofnaði aðeins á verðinum og Sergine Modou Fall skoraði glæilega utan teigs. 

Það tók Árbæinga bara nokkrar mínútur að jafna sig  og varnarmönnum var skipt útaf fyrir sóknarmenn. Það skilaði sér því á 65. mínútu jafnaði Hákon Ingi Jónsson eftir flotta sendingu Andrésar Má Jóhannessonar en báðir höfðu komið inná eftir hlé.   

Á 88. mínútu skoraði Emil Ásmundsson síðan sigurmarkið með skalla eftir sendingu Orra Sveins og gríðarlegur fögnuður braust fram í stúkunni. 

Fylkir 2:1 ÍR opna loka
90. mín. Hákon Ingi Jónsson (Fylkir) fær gult spjald
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert