Stjarnan tryggði sér Evrópusæti þrátt fyrir tap

Íslandsmeistaralið Vals vann Stjörnuna 2:1 á Samsung-vellinum í Garðabænum í dag. Stjörnumenn höfðu að meiru að keppa enda var liðið í bullandi baráttu um Evrópusæti við KR og FH á meðan Valsmenn eru búnir að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.

Stjörnumenn voru grimmari í byrjun og í fyrri hálfleik sköpuðu þeir sér talsvert fleiri hálffæri en þeim gekk brösulega að skapa sér góð færi. Þá nýttu þeir sér ekki hin fjölmörgu föstu leikatriði sem þeir fengu. Valsmenn hins vegar bjuggu til betri færi og nýtingin var einnig góð. Strax eftir fyrstu hornspyrnunni sem Valur fékk skoraði Bjarni Ólafur Eiríksson með hörkuskoti í þaknetið af stuttu færi.

Stjörnumenn þurftu á stiginu að halda til að tryggja sér Evrópusæti og þurftu að auka sóknarþungann. Valsmenn héldu áfram að nýta færin sín vel og rétt fyrir lok fyrri hálfleiks braut Haraldur á Kristni Inga og vítaspyrna dæmd. Úr henni skoraði Guðjón Pétur Lýðsson af öryggi.

Í seinni hálfleik þurftu Stjörnumenn að sækja. Spilamennska liðanna var ekkert sérstök. Stjörnumönnum tókst að skapa sér betri færi en fyrri hálfleiknum en stöngin og frábær Anton Ari í marki Valsmanna stóðu í vegi fyrir að Stjarnan næði að skora þar til á lokamínútunni þegar víti var dæmt. Úr því skoraði Hilmar Árni Halldórsson. Nær komust Stjörnumenn hins vegar ekki og þurftu þeir því að treysta á að Fjölnir næði stigi af KR sem varð síðan raunin og Stjarnan tekur því þátt í Evrópukeppni á næsta tímabili.

Stjarnan 1:2 Valur opna loka
90. mín. Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan) skorar úr víti Skýtur í hægra hornið og sendir Anton í öfuga átt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert