Ólsarar enn í fallsæti en FH öruggt um Evrópusæti

Víkingur Ó. og FH gerðu 1:1-jafntefli í Ólafsvík í dag í næstsíðustu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Víkingar komust í 1:0 í fyrri hálfleik en FH jafnaði metin úr vítaspyrnu um miðjan seinni hálfleik.

Víkingar eru með 21 stig í næstneðsta sæti og eina von þeirra um að halda sér uppi er að ÍBV vinni ekki KA í Eyjum í lokaumferðinni. ÍBV er stigi ofar en Víkingur sem þarf að vinna fallið lið ÍA á Akranesi. Eyjamenn eru auk þess með mun betri markatölu en Víkingar.

FH er öruggt um að enda í 3. eða 2. sæti og komast þar með í forkeppni Evrópudeildarinnar. FH-ingar eru í 3. sætinu fyrir lokaumferðina en jafnir Stjörnunni að stigum. FH mætir Breiðabliki í lokaumferðinni en Stjarnan mætir KR.

Víkingar voru heppnir að vera yfir eftir fyrri hálfleik. Þorsteinn Már Ragnarsson skoraði fyrir þá eftir skelfileg mistök Gunnars Nielsen í marki FH, en FH-ingar fengu nokkur frábær færi til að jafna metin. Það besta fékk Bjarni Þór Viðarsson, tvo metra frá markinu, en skot hans var slakt og Cristian Martínez náði á einhvern ótrúlegan hátt að verja.

Í seinni hálfleik tók FH öll völd á leiknum með Davíð Þór Viðarsson fremstan í flokki við að dreifa spilinu. Smám saman jókst pressan en eina mark gestanna kom úr vítaspyrnu sem dæmd var á Kwame Quee fyrir brot á Atla Guðnasyni. Steven Lennon skoraði markið.

Bæði lið fengu færi til að skora sigurmarkið en niðurstaðan varð 1:1-jafntefli.

Víkingur Ó. 1:1 FH opna loka
90. mín. Kenan Turudija (Víkingur Ó.) fær gult spjald Fyrir að sparka boltanum í burtu löngu eftir að búið var að dæma aukaspyrnu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert