Daníel og Jóhann framlengja við Stjörnuna

Daníel og Jóhann Laxdal í baráttu við Martin Lund, leikmann …
Daníel og Jóhann Laxdal í baráttu við Martin Lund, leikmann Breiðabliks. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bræðurnir Daníel og Jóhann Laxdal hafa framlengt samninga sína við Stjörnuna út árið 2020. Þeir voru báðir með samninga sem giltu þangað til í október á þessu ári. Stjarnan er eina liðið á Íslandi sem bræðurnir hafa leikið með.

Daníel hefur leikið með meistaraflokki Stjörnunnar síðan árið 2004 og Jóhann síðan 2007. Daníel hefur leikið 17 leiki í Pepsi-deildinni á leiktíðinni og Jóhann 20. Daníel er leikjahæsti leikmaður efstu deildar í sögu Stjörnunnar og á hann alls 276 deildar- og bikarleiki fyrir liðið, þar af 185 leiki í efstu deild. Jóhann er í 2.-3. sæti yfir þá leikjahæstu í deildinni með 146 leiki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert