Gunnar Jarl hættur að dæma

Gunnar Jarl Jónsson
Gunnar Jarl Jónsson mbl.is/Ómar Óskarsson

Knattspyrnudómarinn Gunnar Jarl Jónsson hefur lagt flautuna á hilluna, en þetta staðfesti hann í samtali við fotbolti.net í dag. Ekki er víst hvort Gunnar sé hættur fyrir fullt og allt eða hvort hann geri aðeins hlé á störfum sínum sem dómari.

„Ég byrjaði að dæma því ég vildi auka gæðin í dómgæslunni. Ég vil ekki gera sjálfum mér, leikmönnum né þjálfurum það að vera 70-80% í þessu. Ég vil vera 110%. Þess vegna fannst mér heiðarlegt gagnvart sjálfum mér og öðrum að stíga til hliðar í að minnsta kosti eitt ár," sagði hann við fotbolti.net í dag. 

Gunnar hefur verið á meðal fremstu dómara landsins undanfarin ár. Hann hefur auk þess verið FIFA dómari frá árinu 2011. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert