Óttumst þá ekki neitt

Birkir Bjarnason með boltann gegn Tyrkjum.
Birkir Bjarnason með boltann gegn Tyrkjum. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

,,Tyrkir eru allt annað lið á heimavelli og við erum viðbúnir því að mæta öflugu og sterku liði þeirra,“ sagði miðjumaðurinn Birkir Bjarnason við Morgunblaðið fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Antalya í Tyrklandi í gær.

,,Tyrkir hafa innan sinna raða frábæra leikmenn en við óttumst þá ekki neitt. Við spilum yfirleitt vel þegar mest er undir og vonandi verður það niðurstaðan í leiknum á móti þeim. Mikilvægi leiksins eru gríðarlega mikið fyrir bæði lið og enn og aftur erum við að fara spila mikilvægasta leik landsliðsins í sögunni.

Ég held að Tyrkirnir hræðist okkur svolítið mikið. Ég held að þeir verði varkárir í leik sínum en ef þeir þurfa áhættu á einhverjum tímapunkti í leiknum þá gætu opnast möguleikar fyrir okkur. Það er mikilvægt að við verðum þolinmóðir og spilum okkar leik,“ sagði Birkir sem annað kvöld leikur sinn 61. landsleik en í leikjunum 60 sem hann hefur spilað hefur miðjumaðurinn hárprúði skorað átta mörk.

Ekki spilað eins mikið og ég hefði viljað

Birkir hefur ekki átt fast sæti í liði Aston Villa í ensku B-deildinni á tímabilinu en hann segist ekkert vera að missa móðinn.

,,Ég hef ekki spilað eins mikið og ég hefði viljað en það þurfa allir að vinna fyrir sínu sæti og ég er engin undantekning. Liðinu hefur vegnað vel upp á síðkastið en þessi deild er bara þannig að það geta allir unnið alla. Ég ætla bara að reyna að gera mitt besta og komast í liðið. Ég á þrjú ár eftir af mínum samningi og ég er ánægður í herbúðum liðsins. Aðstaðan hjá því er til fyrirmyndar og alveg eins og hjá liðum í úrvalsdeildinni. Mér líður vel en svo sjáum við bara til hvað gerist.“

Nán­ar er fjallað um leik Tyrk­lands og Íslands í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins sem kom út í morg­un.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert