Veit ekki hvað breyttist

Heimir Guðjónsson
Heimir Guðjónsson Eggert Jóhannesson

Heimi Guðjónssyni var sagt upp störfum sem þjálfari úrvalsdeildarliðs FH í knattspyrnu í dag eftir að hafa stýrt liðinu frá árinu 2007. FH-ingar nýttu sér uppsagnarkákvæði í samningi Heimis en undir hans stjórn vann liðið fimm Íslandsmeistaratitila og einn bikarmeistaratitil.

 „Það var uppsagnarákvæði í samningnum að hálfu beggja aðila frá 6. október til 15. október. FH nýtir sér ákvæðið sem er í samningnum,” sagði Heimir við Fótbolta.net.

Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH fullyrti á dögunum við mbl.is að Heimir myndi halda áfram með liðið. Heimir vissi ekki hvað hefði breyst.

„Ég get því miður ekki svarað því. Þú verður að fá svar frá öðrum mönnum í sambandi við það,“ sagði Heimir.

Spurður hvort hann ætli sér að halda áfram í þjálfun sagði Heimir það alveg ljóst.

„Þetta kom upp í dag og að sjálfsögðu ætla ég að vera áfram í þjálfun. Svo verður bara að sjá hvað tíminn leiðir í ljós,“ sagði Heimir Guðjónsson sem svaraði ekki ítrekuðum tilraunum mbl.is við gerð fréttarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert