Hægt að horfa á leikinn á risaskjá

Hitað verður upp fyrir leikinn fyrir utan Laugardalsvöll.
Hitað verður upp fyrir leikinn fyrir utan Laugardalsvöll. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stuðningsmannasvæði eða „Fan Zone“ verður fyrir leik Íslands gegn Kosóvó í kvöld þar sem áhorfendur geta hitað upp fyrir leikinn og byggt upp stemningu. 

Þeim sem ekki náðu að tryggja sér miða á leik Íslands og Kosóvó á mánudag stendur til boða að horfa á leikinn á risaskjá í öflugu hljóðkerfi í góðra vina hópi. 

Upphitun hefst tveimur klukkustundum fyrir leikinn, klukkan 16:45, og er aðgangur ókeypis og öllum opinn. 

Á svæðinu verður boðið upp á andlitsmálningu og hoppukastala auk þess sem Tólfan mætir á svæðið klukkutíma fyrir leik til að keyra upp stemninguna. Veitingasala verður á svæðinu, sala á Áfram Ísland varningi sem og salernisaðstaða. 

Viðburðurinn verður á bílastæðunum fyrir framan Laugardalsvöll og vegna hans verða bílastæðin lokuð. Fólk er beðið um að hafa það í huga þegar komið verður á völlinn að færri bílastæði verða í boði í Laugardalnum en venja er á landsleikjum og því um að gera að nýta almenningssamgöngur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert