Ísland gæti slegið heimsmet í kvöld

Þetta lið getur svo sannarlega skráð sig í sögubækurnar í …
Þetta lið getur svo sannarlega skráð sig í sögubækurnar í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggir sér sæti í lokakeppni HM í fyrsta skipti, takist því að leggja Kosóvó af velli á Laugardalsvelli kl. 18:45 í kvöld. Með sigri verða Íslendingar fámennasta þjóðin í sögunni sem tryggir sér sæti í lokakeppni heimsmeistaramóts. 

Trínidad og Tóbagó á metið sem stendur, en um 1,3 milljónir manns búa á karabísku eyjunni. Trínidad og Tóbagó var á meðal þátttökuþjóða á HM í Þýskalandi árið 2006. Liðið hafnaði í botnsæti B-riðils eftir markalaust jafntefli við Svíþjóð í fyrsta leik og 2:0-töp gegn Englandi og Paragvæ. Frægasti leikmaður Trínidad og Tóbagó er Dwight Yorke, fyrrverandi leikmaður Manchester United. 

Fámennasta Evrópuþjóðin sem hefur tekið þátt í lokakeppni HM er Norður-Írar. Um 1,8 milljónir manns búa í Norður-Írlandi og hefur þjóðin þrívegis komist í lokakeppnina, síðast árið 1986. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert