Strákarnir verða í strandbæ við Svartahaf

Strákarnir geta skellt sér í rennibrautina á kvöldin.
Strákarnir geta skellt sér í rennibrautina á kvöldin. Ljósmynd/Booking.com

Klara Bjart­marz, fram­kvæmda­stjóri KSÍ, segir töluvert sé síðan sambandið valdi hvar það vildi hafa bækistöðvar sínar í Rússlandi næsta sumar. Íslenska landsliðið mun dvelja hótel Nadezhda í bænum Gelendzhik við Svartahafið á meðan HM stendur yfir.

Tæplega 55 þúsund manns búa í Gelendzhik en bænum er lýst sem ferðamanna- og strandbæ. Hótelið verður með besta móti, líkt og í Frakklandi fyrir tveimur árum.

Frá Gelendzhik.
Frá Gelendzhik. Ljósmynd/Wikipedia

Klara segir að Gunnar Gylfason, Helgi Kolviðsson og Þorgrímur Þráinsson hafi skoðað nokkra staði Gelendzhik hafi á endanum orðið fyrir valinu. Hún segir að starfsfólk KSÍ geri sér grein fyrir því að ferðalögin frá liðshótelinu í leiki gætu orðið býsna löng. Til að mynda eru tæplega 2.700 kílómetrar frá Gelendzhik til Jekateríanborgar, þar sem Ísland gæti leikið.

Það er langt frá Mosvku til Gelendzhik.
Það er langt frá Mosvku til Gelendzhik. Ljósmynd/Google maps

„Við gerum okkur grein fyrir því að við getum lent í löngum ferðalögum,“ segir Klara og bætir við að hugmyndafræðin sé svipuð og þegar landsliðið var með bækistöðvar í Annecy á EM í Frakklandi í fyrra.

Verður í mörg horn að líta

Framkvæmdastjórinn veit að það verður í mörg horn að líta næsta sumar og reynslan frá EM-ævintýrinu verður nýtt. 

Það er alltaf eitthvað sem má betur fara og eitt af því sem við lærðum af Frakklandsævintýrinu er að við þurfum að vinna vel á tveimur vígstöðvum. Það er ekki nóg að fara með meirihlutann af skrifstofunni út og gera allt rosalega vel þar og á meðan eru tveir á skrifstofunni heima að vinna 24 tíma á sólarhring,“ segir Klara og bætir við að hugsanlega þurfi KSÍ að ráða fleira starfsfólk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert