Ísland upp um eitt sæti

Byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Kosóvó í síðustu viku.
Byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Kosóvó í síðustu viku. mbl.is/Golli

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í 21. sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem gefinn var út í morgun.

Ísland fer upp um eitt sæti frá síðasta lista en sem fyrr eru heimsmeistarar Þjóðverja í toppsætinu á styrkleikalistanum.

Íslendingar eru hins vegar ekki lengur efstir af Norðurlandsþjóðunum því Danir fara upp um sjö sæti og eru komnir í 19. sæti og Hollendingar fara upp um níu sæti og eru í sætinu fyrir ofan Íslendinga. Lærisveinar Lars Lagerbäcks í norska landsliðinu taka stórt stökk en þeir fara upp um 15 sæti og eru komnir í 58. sæti. Finnar stökkva upp um þrettán sæti og eru núna númer 74 en Færeyingar síga um tvö og eru númer 95 á listanum.

Af Evrópuþjóðum er Ísland í 14. sæti af 55 þjóðum á eftir Dönum og Hollendingum.

Efstu þjóðir á styrkleikalistanum:

1. Þýskaland
2. Brasilía
3. Portúgal
4. Argentína
5. Belgía
6. Pólland
7. Frakkland
8. Spánn
9. Síle
10. Perú
11. Sviss
12. England
13. Kólumbía
14. Wales
15. Ítalía
16. Mexíkó
17. Úrúgvæ
18. Króatía
19. Danmörk
20. Holland
21. Ísland
22. Kostaríka
23. Norður-Írland
24. Slóvakía
25. Svíþjóð

Sjá allan FIFA-listann

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert