Landsliðið spilar tvo leiki í nóvember

Aron Einar Gunnarsson og félagar hans hjá íslenska karlalandsliðinu í …
Aron Einar Gunnarsson og félagar hans hjá íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu mæta Tékklandi og Katar í nóvember. mbl.is/Golli

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun leika tvo vináttulandsleik í nóvember. Leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir HM 2018 sem fram fer í Rússlandi. Ísland mætir Tékklandi annars vegar og Katar hins vegar, en báðir leikirnir verða spilaðir í Katar. 

Ísland mætir Tékklandi 8. nóvember, en þetta verður í sjötta skipti sem liðin mætast. Ísland hefur haft betur í tveimur leikjanna og Tékkland farið með sigur af hólmi í þremur. Ísland mætir síðan Katar 14. nóvember og verður þetta í fyrsta sinn sem liðin mætast.

Ísland og Tékkland mættust síðast 12. júní 2015 í undankeppni EM 2016, en þá bar Ísland sigur úr býtum 2:1 sigur í leik liðanna Laugardalsvelli. Það voru Aron Einar Gunnarsson og Kolbeinn Sigþórsson sem skoruðu mörk Íslands í þeim leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert