Guðmundur til FH-inga eftir tímabilið

Guðmundur Kristjánsson.
Guðmundur Kristjánsson. Ljósmynd/Heimasíða Start

Guðmundur Kristjánsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við FH sem tekur gildi þegar tímabilinu er lokið í Noregi þar sem hann spilar með Start í B-deildinni.

Guðmundur er 28 ára gamall og spilaði með Breiðabliki og Haukum á láni áður en hann gekk í raðir Start árið 2012. Þar hefur hann verið lykilmaður, lengst af í norsku úrvalsdeildinni, en liðið féll þaðan á síðasta tímabili. Guðmundur á að baki 6 A-landsleiki fyrir Ísland á árunum 2009-2014.

Start er nú í öðru sæti norsku B-deildarinnar með 52 stig, fjórum stigum meira en næsta lið en efstu tvö liðin fara beint upp í efstu deild. Þrjár umferðir eru eftir af deildinni.

Guðmundur er fyrsti leikmaðurinn sem FH tryggir sér eftir að Ólafur Kristjánsson tók við þjálfun liðsins á dögunum, en þeir voru einmitt saman hjá Blikum á sínum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert