„Þurfum að sýna góðan leik gegn sterku liði“

Landsliðskonan Elín Metta Jensen segir að íslenska landsliðið mæti jafnoka sínum varðandi líkamlegan styrk og baráttu þegar Þýskaland og Ísland mætast í undankeppni HM í Wiesbaden á morgun. 

„Við förum bjartsýnar inn í þennan leik og ætlum að berjast,“ sagði Elín Metta þegar mbl.is spjallaði við hana í dag en ekki er ólíklegt að hún verði í fremstu víglínu á morgun. 

Þýska liðið er sigursælt og Elín á því von á erfiðum leik eins og gefur að skilja. 

„Það er bara staðreynd að við þurfum að sýna góða leik á móti ansi sterku liði,“ sagði Elín meðal annars en viðtalið við hana í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði. 

Elín Metta Jensen.
Elín Metta Jensen. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert