Góð varnarvinna lykillinn að sigri

Sif Atladóttir í leik með íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu gegn …
Sif Atladóttir í leik með íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu gegn Færeyjum í undankeppni HM 2019. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég held að búast megi við góðri varnarvinnu hjá okkur, þéttum og góðum varnarleik,“ sagði miðvörðurinn reyndi, Sif Atladóttir, þegar Morgunblaðið ræddi við hana fyrir landsliðsæfingu í gær. Sif leikur í dag sinn 68. A-landsleik þegar Ísland mætir Þýskalandi í öðrum leik sínum í undankeppni HM 2019. Fyrsta leikinn vann Ísland 8:0 gegn Færeyjum en Þýskaland hefur til þessa lagt bæði Tékkland og Slóveníu að velli; 1:0 og 6:0.

Sif er ágætleg kunnug Þjóðverjum. Þegar hún kom í heiminn var faðir hennar, Atli Eðvaldsson, atvinnumaður í V-Þýskalandi og Sif spilaði sjálf í Þýskalandi árin 2010 og 2011.

„Mér finnst þýskir leikmenn ekki breytast mikið. Síðan ég spilaði í Þýskalandi hafa orðið ansi mikil kynslóðaskipti í þýsku deildinni og þar af leiðandi einnig í þýska landsliðinu. Þegar ég spilaði í þýsku deildinni þá spilaði ég á móti Birgit Prinz, Inku Grings og þeim öllum. En þegar þær hættu þá komu bara aðrir eins leikmenn fram enda framleiða Þjóðverjar nóg af leikmönnum. Ég fylgist alltaf vel með þýska liðinu í öllum mótum. Maður kannast því við þessa leikmenn og hefur einnig séð þær í Meistaradeildinni. Ég átta mig því ágætlega á styrkleikum þeirra og veikleikum. Það verður bara gaman að mæta þeim þótt þær hafi verið töluvert yngri eða nýliðar þegar ég spilaði í þýsku deildinni.“

Sjá  viðtalið í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert