Íslenska liðið vildi þetta meira

Steffi Jones ræðir við fjölmiðla í dag.
Steffi Jones ræðir við fjölmiðla í dag. Ljósmynd/Reimund Sand

Steffi Jones, þjálfari þýska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var allt annað en sátt við leikmenn sína eftir 3:2-tapið gegn Íslandi í undankeppni HM í dag. Dagný Brynjarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir íslenska liðið og Elín metta Jensen eitt í verðskulduðum sigri. 

„Það er ekki nóg fyrir okkur að vera góðar í korter,“ sagði hún í samtali við kicker.de. Íslenska liðið er gott í innköstum og þær geta sótt hratt. Þær spiluðu einfaldan leik en við svöruðum því illa,“ sagði Jones. 

Hún viðurkenndi að íslenska liðið vildi sigurinn meira en sitt lið. 

„Íslenska liðið vildi þetta meira, við megum ekki láta það gerast, því þá töpum við leikjum. Ég er reið því við töluðum um fyrir leikinn að við ætluðum að gefa allt í leikinn og vera sterkari en þær, en við vorum það alls ekki,“ sagði hún að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert