Með mikilvægari leikjum

Varnarmaðurinn Anna Björk Kristjánsdóttir segir mikilvægi leikjanna gegn Þýskalandi og Tékklandi vera ótvírætt fyrir Ísland í undankeppni HM í knattspyrnu. 

„Þessir leikir eru með þeim mikilvægari í þessum riðli. Þetta eru erfiðir útileikir og við tökum tvo slíka í röð. Við höfum talað um að fá 3-4 stig út úr þessum leikjum væri gríðarlega sterkt og mikilvægt fyrir framhaldið. Gæti sagt svolítið til um hvernig riðillinn gæti þróast,“ sagði Anna Björk meðal annars þegar mbl.is tók hana tali í Wiesbaden í gær en viðtalið við hana í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði. 

Þýskaland og Ísland mætast klukkan 14 að íslenskum tíma og verður fylgst með gangi mála í beinni atvikalýsingu hér á mbl.is. 

Anna Björk Kristjánsdóttir.
Anna Björk Kristjánsdóttir. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert