Ég ætlaði mér alltaf að verða markahæstur

Andri Rúnar Bjarnason með verðlaunagripinn frá Morgunblaðinu fyrir að verða …
Andri Rúnar Bjarnason með verðlaunagripinn frá Morgunblaðinu fyrir að verða efstur í einkunnagjöf blaðsins 2017. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Bolvíkingurinn Andri Rúnar Bjarnason, framherji Grindavíkur, var valinn besti leikmaður Pepsi-deildar karla í knattspyrnu á síðasta tímabili þar sem hann fór á kostum, skoraði 19 mörk og jafnaði markamet efstu deildar.

Andri var jafnframt efstur í einkunnagjöf Morgunblaðsins, M-gjöfinni, og fékk afhenta viðurkenningu sína fyrir afrekið í gær. Andri fékk 21 M samtals fyrir 22 leiki sína með Grindvíkingum í deildinni.

„Það er eiginlega bara rétt núna sem umtalið um markametið er að minnka. Ég er mjög sáttur að hafa jafnað metið, en auðvitað smá svekktur að hafa ekki bætt það. Ég get samt eiginlega ekki svekkt mig mikið því þetta er það frábær árangur,“ segir Andri í viðtali í Morgunblaðinu í dag.

Sjá viðtal við Andra Rúnar í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert