Með tilboð frá Helsingborg

Andri Rúnar Bjarnason.
Andri Rúnar Bjarnason. Ljósmynd/Víkurfréttir

Andri Rúnar Bjarnason, leikmaður Grindvíkinga í knattspyrnu sem varð markakóngur Pepsi-deildarinnar í sumar, er með tilboð frá sænsku félagi.

Liðið sem um ræðir er Helsingborg en Andri Rúnar staðfesti þetta í samtali við vefinn fótbolti.net. Helsingborg féll úr sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og er í sjötta sæti í B-deildinni og á ekki möguleika á að komst upp um deild.

„Það er komið tilboð frá Helsingborg. Þeir eru líklegastir í augnablikinu,“ segir Andri Rúnar við fótbolti.net en hann jafnaði markametið í efstu deild í sumar með því að skora 19 mörk.

<br/><br/>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert