„Mikið álag á sjúkrateyminu“

Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir sagði íslensku landsliðskonurnar hafa nýtt timann vel á milli leikja þegar mbl.is ræddi við hana á leikstað í Znojmo í Tékklandi í dag áður en landsliðsfyrirliðinn batt endi á viðtalið. 

„Ég held að við séum alveg búnar að ná honum (leiknum gegn Þýskalandi) úr okkur. Við erum búin að nýta tímann rosalega vel og endurheimta,“ sagði Guðbjörg meðal annars og fram kom einnig hjá henni að álagið á sjúkrateymið hafi verið mikið en allar landsliðskonurnar ættu að vera tilbúnar í slaginn á morgun.

Viðtalið fékk fremur snubbóttan en áhugaverðan endi en Sara Björk hefur líklega haft áhyggjur af ofþornun markvarðarins. 

Viðtalið við Guðbjörgu í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði. 

Guðbjörg Gunnarsdóttir.
Guðbjörg Gunnarsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert