Stefán Ari aftur í Fylki

Stefán Ari Björnsson.
Stefán Ari Björnsson. Ljósmynd/Fylkir

Knattspyrnumaðurinn Stefán Ari Björnsson er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við uppeldisfélag sitt, Fylki, eftir sex ára fjarveru. Stefán Ari er fæddur árið 1995 og fór hann frá Fylki í HK þegar hann var 16 ára gamall.

Markmaðurinn ungi var hjá HK í fimm ár og fór yfir til Gróttu fyrir sumarið. Hann lék 11 leiki fyrir liðið í 1. deildinni, en Grótta féll úr deildinni. Fylkir vann 1. deildina í sumar og spilar í efstu deild að ári eftir eins árs dvöl í 1. deildinni.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert