Þjálfarinn spilaði úrslitaleik á EM

Heiðar Helguson á hér skot að marki Tékka og spyrnir …
Heiðar Helguson á hér skot að marki Tékka og spyrnir knettinum fram hjá Karel Rada en yfir markið í leik þjóðanna í Tékklandi 2001. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Tékkinn Karel Rada stýrir tékkneska landsliðinu í dag. Þjálfaraferill Rada er ekki langur en hann átti hins vegar flottan feril sem leikmaður og vann til silfurverðlauna með Tékkum á EM 1996.

Rada spilaði sem vinstri bakvörður í úrslitaleiknum 1996 gegn Þýskalandi á Wembley sem Þjóðverjar unnu á gullmarki Oliver Bierhoff.

Rada á auk þess ágætar minningar gegn Íslendingum en hann spilaði með Tékkum í 4:0 sigri á Íslendingum í Tékklandi í undankeppni  HM 2002.

Síðar í keppninni vann Ísland hins vegar frábæran sigur á Tékkum 3:1 á Laugardalsvelli. Rada slapp hins vegar við þá útreið og tók ekki þátt í leiknum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert