Ejub áfram með Víking frá Ólafsvík

Ejub Purisevic.
Ejub Purisevic. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Ejub Purisevic, þjálfari knattspyrnuliðs Víkings frá Ólafsvík, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið en undir hans stjórn féllu Víkingar úr Pepsi-deildinni í haust eftir tveggja ára dvöl þar.

Ejub hefur þjálfað Ólafsvíkurliðið samfellt frá árinu 2003 fyrir utan tímabilið 2009 þegar hann tók sér frí en þar áður var hann þjálfari hjá Val, Sindra og Reyni Sandgerði.

Í fréttatilkynningu frá Víkingi Ólafsvíkur segir:

„Ejub hefur stýrt liði Víkings með eftirtektarverðum árangri um árabil og er það félaginu gleðiefni að hafa tryggt sér áframhaldandi þjónustu hans. Samningurinn er til tveggja ára. Fram undan er barátta í Inkasso-deildinni næsta sumar og eru leikmannamál félagsins í góðri vinnslu. Frekari frétta af því má vænta fljótlega.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert