„Ágætt að vera laus við umspilið“

Laugardalsvöllurinn í morgun.
Laugardalsvöllurinn í morgun. Ljósmynd/KSÍ

„Það er ágætt að vera laus við umspilsleiki þennan nóvembermánuðinn,“ er twitterfærsla á vef KSÍ en á meðan fjórar viðureignir eru í gangi í umspili í Evrópu um laus sæti á HM í Rússlandi er íslenska landsliðið í knattspyrnu í hitanum í Katar.

Laugardalsvöllurinn er snævi þakinn eftir éljaganginn í höfuðborginni í morgun en á sama tíma fyrir fjórum árum áttust Íslendingar og Króatar við í umspili um sæti á HM í Brasilíu. 0:0 varð niðurstaðan á Laugardalsvellinum en Króatar fögnuðu 2:0-sigri í Zagreb í síðari leiknum og komust á HM.

Strákarnir okkar mæta liði Katar á alþjóðlega mótinu í Doha á þriðjudaginn en í fyrradag töpuðu þeir fyrir Tékkum, 2:1, á sama stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert