Sigur hjá íslenska liðinu í lokaleiknum

Byrjunarlið íslenska liðsins gegn Færeyjum í dag.
Byrjunarlið íslenska liðsins gegn Færeyjum í dag. Ljósmynd/facebook-síða KSÍ

Íslenska U-19 ára landsliðið í knattspyrnu karla hafði betur, 2:1, þegar liðið mætti Færeyjum í lokaumferð í undankeppni EM 2018 sem fram hefur farið í Sofíu í Búlgaríu undanfarna daga. 

Það voru Kristófer Kristinsson, leikmaður Willem II, og Stefán Alexander Ljubicic, leikmaður Brighton Hove & Albion, sem skoruðu mörk íslenska liðins, en mörkin komu bæði í síðari háfleik. 

Ísland laut í lægra haldi í fyrstu tveimur leikjum liðsins annars vegar gegn Búlgaríu og hins vegar gegn Englandi, en 2:1 urðu lokatölurnar í báðum leikjunum. Ísland kemst ekki áfram í milliriðil keppninnar. 

Lið Íslands í leiknum: Aron Dagur Birnuson – Ástbjörn Þórðarson, Davíð Ingvarsson, Torfi T. Gunnarsson, Kolbeinn Birgir Finnsson, Arnór Sigurðsson (Atli Hrafn Andrason), Guðmundur Andri Tryggvason (Daníel Hafsteinsson), Kristófer Ingi Kristinsson, Ísak Atli Kristjánsson, Alex Þór Hauksson, Óliver Dagur Thorlacius (Stefán Alexander Ljubicic).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert