Pétur kominn með aðstoðarþjálfara hjá Val

Andri Steinn Birgisson í leik með Keflavík á sínum tíma.
Andri Steinn Birgisson í leik með Keflavík á sínum tíma. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Pétur Pétursson, sem ráðinn var þjálfari kvennaliðs Vals í knattspyrnu núna í haust, hefur fundið sér aðstoðarmann og hefur Andri Steinn Birgisson verið ráðinn til félagsins.

Andri Steinn er 34 ára gamall og lék á sínum tíma með Fjölni, Aftureldingu, Fram, Víkingi R., Grindavík , Keflavík, Leikni R. og Haukum svo einhver séu nefnd. Hann hefur þjálfað í neðri deildunum hér á landi síðustu ár, síðast lið Hvíta riddarans í 4. deildinni.

„Þetta er mjög gott skref á mínum þjálfaraferli. Valur er stórt félag á Íslandi og mikil saga í klúbbnum. Það er alltaf stefnt á titla í Val og á því verður engin breyting,“ sagði Andri Steinn við heimasíðu Vals.

Pétur Pétursson kynntur til sögunnar sem þjálfari kvennaliðs Vals í …
Pétur Pétursson kynntur til sögunnar sem þjálfari kvennaliðs Vals í síðasta mánuði. mbl.is/Andri Yrkill
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert