Ekki búin að gefast upp

Lára Kristín Pedersen jafnar 1:1 í fyrra leik liðanna í …
Lára Kristín Pedersen jafnar 1:1 í fyrra leik liðanna í Garðabæ. mbl.is/Árni Sæberg

„Við erum langt í frá búin að gefast upp í þessu einvígi og ég veit að leikmenn mínir munu gefa allt sem þeir eiga í þessum leik. Miði er möguleiki og eins og fyrri leikurinn spilaðist þar sem við fengum fín færi þá tel ég alveg að við getum sett tvö mörk eða fleiri,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, við Morgublaðið í gær en Stjarnan mætir tékkneska liðinu Slavia Prag í síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld.

„Við munum taka áhættu í leiknum ef þess þarf með,“ sagði Ólafur en Slavia Prag vann fyrri leikinn í Garðabænum, 2:1.

Ólafur sagði að allir leikmenn sínir væru klárir í slaginn en Stjörnukonur komu til Prag seinni partinn í gær og æfðu á keppnisvellinum í gærkvöld. 

Fylgst verður með gangi mála í leiknum á mbl.is í kvöld. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert