Luba hættir að spila og þjálfar kvennaliðið

Tomasz Luba í leik með Víkingi.
Tomasz Luba í leik með Víkingi. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Tomasz Luba hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hjá Víkingi Ólafsvík og mun hann hætta að spila með karlaliði félagsins sem féll úr efstu deild í haust.

Luba er frá Póllandi og hefur leikið með Víkingi frá árinu 2010 og spilað alls 162 leiki í deild og bikar fyrir liðið og skorað í þeim fimm mörk, en áður spilaði hann með Reyni Sandgerði.

Víkingur féll úr 1. deild kvenna í sumar og í tilkynningu frá félaginu er Birni Sólmari Valgeirssyni þökkuð vel unnin störf í þágu kvennaboltans undanfarin ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert