Sölvi Geir kominn aftur heim í Víking

Sölvi Geir Ottesen með treyju Víkings í dag.
Sölvi Geir Ottesen með treyju Víkings í dag. mbl.is/Andri Yrkill

Sölvi Geir Ottesen var nú í hádeginu kynntur til leiks sem nýr leikmaður Víkings R. í knattspyrnu og skrifar hann undir þriggja ára samning við félagið sem hann yfirgaf árið 2004 þegar hann hélt út í atvinnumennsku.

Sölvi Geir er 33 ára gamall og gekk í raðir Djurgården í Svíþjóð frá Víkingi árið 2004. Síðan þá hefur hann einnig leikið með dönsku liðunum Sønd­erjyskE og FC Kø­ben­havn, Ural í Rússlandi, kín­versku liðunum Jiangsu Sainty, Wu­h­an Zall og Guangzhou R&F og með liði Buriram United í Taílandi.

Sölvi hef­ur spilað 28 leiki með ís­lenska A-landsliðinu og lék síðast með því gegn Finn­um í byrj­un árs 2016.

Víkingar, undir stjórn Loga Ólafssonar, enduðu í 8. sæti Pepsi-deildarinnar síðasta sumar, og í tilkynningu frá félaginu er lýst yfir mikilli ánægju með að fá Sölva heim.

„Víkingur lýsir yfir mikilli ánægju með að Sölvi sé nú kominn aftur heim og stefni á að ljúka þessum glæsilega ferli á sama stað og hann hófst,“ segir í tilkynningu Víkinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert