Ferill Sölva er óvenjulegur

Sölvi Geir Ottesen með treyju Víkings.
Sölvi Geir Ottesen með treyju Víkings. mbl.is/Andri Yrkill

Sölvi Geir Ottesen er kominn heim eftir þrettán ára feril sem atvinnumaður í knattspyrnu og samdi í gær til þriggja ára við uppeldisfélagið sitt, Víking úr Reykjavík.

Sölvi hefur verið víðförlari en flestir aðrir íslenskir knattspyrnumenn en fimm af þeim átta félögum sem hann hefur spilað með á ferli sínum erlendis eru frá Asíu.

Ural frá HM-borginni Ekaterinburg í Rússlandi, sem er austan Úralfjallanna þar sem mörk Evrópu og Asíu liggja, var fyrsta lið Sölva eftir að hann yfirgaf Danmörku í ársbyrjun 2013.

Eftir það spilaði hann með kínversku liðunum Jiangsu Sainty (sem nú heitir Jiangsu Suning) og Wuhan Zall, fór þaðan til Taílands og lék með Buriram United fyrri hluta þessa árs, og er þar með eini Íslendingurinn sem hefur leikið sem atvinnumaður í Taílandi. Loks fór Sölvi aftur til Kína í júlí og lauk tímabilinu með Guangzhou R&F sem hafnaði í fimmta sæti kínversku úrvalsdeildarinnar en keppni þar lauk fyrr í þessum mánuði. Lið hans var aðeins tveimur stigum frá því að vinna sér sæti í Meistaradeild Asíu.

Nánar er farið yfir feril Sölva Geirs í atvinnumennskunni í máli og á myndrænan hátt í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert