Jóhann Helgi og Orri Freyr í Grindavík

Jóhann Helgi ásamt Jónasi Þórhallssyni formanni knattspyrnudeildar Grindavíkur og Óla …
Jóhann Helgi ásamt Jónasi Þórhallssyni formanni knattspyrnudeildar Grindavíkur og Óla Stefáni Flóventssyni þjálfara liðsins. Ljósmynd/Grindavík

Grindvíkingar hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir baráttuna í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð en í dag skrifuðu Jóhann Helgi Hannesson og Orri Freyr Hjaltalín undir samning við félagið. Jóhann Helgi gerði tveggja ára samning.

Báðir leikmennirnir koma Grindvíkinga frá Þór á Akureyri en samningar þeirra við Akureyrarliðið voru útrunnir

Jóhann Helgi hefur leikið allan sinn feril með Þór og hefur verið í stóru hlutverki með því. Hann skoraði 6 mörk í 20 leikjum með Akureyrarliðinu á síðustu leiktíð

Orri Freyr, sem er 37 ára gamall, hefur lengi spilað með Þór Akureyri og þá lék hann um tíma með Magna á Grenivík og spilaði með Grindavík á árunum 2004-11. Hann verður í þjálfarateymi Grindvíkinga á næstu leiktíð og verður einnig til taks sem leikmaður.

Grindvíkingar áttu góðu gengi að fagna í Pepsi-deildinni í ár en nýliðarnir höfnuðu í fimmta sæti deildarinnar með markakónginn Andra Rúnar Bjarnason í broddi fylkingar en hann samdi á dögunum við sænska B-deildarliðið Helsingborg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert