FH ætlar ekki að enda aftur í þriðja sætinu

FH-ingar eru að styrkja sig.
FH-ingar eru að styrkja sig. mbl.is/Ómar Óskarsson

Talsverðar líkur eru á að Kristinn Steindórsson gangi til liðs við knattspyrnulið FH-inga, sem boðað hefur til blaðamannafundar í dag. Gangi það eftir, verður Hafnarfjarðarliðið búið að styrkja sig allverulega fyrir komandi keppnistímabil.

FH-ingar höfnuðu í þriðja sæti Pepsi-deildar karla í ár og urðu að sætta sig við það í fyrsta skipti frá 2002 að enda ekki í öðru tveggja efstu sætanna á Íslandsmótinu.

Þeir ætla greinilega ekki að láta það gerast aftur og hafa nú þegar náð sér í góðan liðsauka en tveir leikmenn hafa snúið heim úr atvinnumennsku og samið við FH-inga. Hjörtur Logi Valgarðsson er kominn til þeirra á ný eftir sjö ár á Norðurlöndunum, síðast með Örebro í Svíþjóð, og Guðmundur Kristjánsson, fyrrverandi leikmaður Breiðabliks, er kominn í Kaplakrika eftir sex ár hjá Start í Noregi.

Nánar er fjallað um breytingarnar hjá FH í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert