Gríðarleg spenna fyrir Íslandsheimsókn

Knattspyrnusamband Indónesíu er mjög spennt fyrir íslenska landsliðinu.
Knattspyrnusamband Indónesíu er mjög spennt fyrir íslenska landsliðinu. AFP

Knattspyrnusamband Indónesíu hefur staðfest leikina tvo sem landslið þjóðarinnar leikur við Ísland ytra þá 11. og 14. janúar á næsta ári. Á heimasíðu sambandsins er lýst yfir spennu að mæta eins sterkri og spennandi þjóð og Íslandi. 

„Það er mjög jákvætt að fá þjóð eins og Ísland í heimsókn og við getum lært mikið af henni. Þetta eru ekki bara leikur, heldur lærdómur fyrir unga leikmenn og þjálfara," sagði starfsmaður knattspyrnusambands Indónesíu um leikina. 

Á heimasíðunni kemur einnig fram að starfsmenn knattspyrnusambanda þjóðanna og leikmenn munu æfa saman ásamt því að íslenska teymið mun fara yfir velgengni Íslenska liðsins síðustu ára. 

Indónesar fá þó ekki að sjá sterkasta landslið Íslands því leikirnir fara fram utan alþjóðlegra leikdaga og því verður lið Íslands aðallega skipað leikmönnum liða á Norðurlöndunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert