Íslandi í riðli með Evrópumeisturunum

Hollendingar fagna Evrópumeistaratitlinum í sumar.
Hollendingar fagna Evrópumeistaratitlinum í sumar. AFP

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tekur þátt í Algarve-bikarnum tólfta árið í röð en mótið fer fram í Portúgal 28. febrúar til 7. mars á næsta ári.

Ísland er í C-riðli með Evrópumeisturum Hollands, Danmörku, sem tapaði fyrir Hollendingum í úrslitaleiknum á EM í Hollandi í sumar, og Japan, sem varð heimsmeistari árið 2011.

Í A-riðli eru Noregur, Ástralía, Suður-Kórea og Portúgal og í B-riðli eru Svíþjóð, Kanada, Kína og Rússland. Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfar kínverska landsliðið sem gæti mætt því íslenska í leik um sæti á mótinu.

Ísland hefur spilað í Algarve-bikarnum á hverju ári frá árinu 2007 og var einnig með tvisvar á mótinu fyrir aldamótin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert