Jón Daði missti af HM-drættinum

Jón Daði Böðvarsson kampakátur eftir að HM-sætið var í höfn.
Jón Daði Böðvarsson kampakátur eftir að HM-sætið var í höfn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, missti af því þegar dregið var í riðla fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fram fer í Rússlandi næsta sumar. Jón Daði var í flugi og sá því herlegheitin ekki fyrr en við lendingu.

„Um leið og ég opnaði símann við sá ég þetta úti um allt og það var góð tilfinning. Þetta verður stórt augnablik fyrir mig og fyrir þjóðina í heild sinni. Þetta var eins og krakki að bíða eftir því að opna jólagjafirnar, að bíða eftir því að sjá hvernig riðillinn yrði. Og maður var ekki fyrir vonbrigðum,“ sagði Jón Daði á heimasíðu Reading.

„Það er fáránlegt að hugsa til þess að þjóð jafn fámenn og Ísland er á leið á HM. Að ná á EM var ótrúlegt afrek, en að fara á HM er enn stærra. Við viljum fara lengra en við gerðum á EM, sjálfstraustið er mikið og ég held að aðrir vanmeti okkur. Jafnvel þó þetta sé lítið land þá erum við með góða leikmenn sem spila um alla Evrópu. Við ætlum að setja markið hátt og fara eins langt og hægt er,“ sagði Jón Daði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert