Andri Ólafsson aðstoðar Kristján hjá ÍBV

Andri Ólafsson, fyrir miðju, í leik með ÍBV.
Andri Ólafsson, fyrir miðju, í leik með ÍBV. mbl.is/Árni Sæberg

Knattspyrnudeild ÍBV sendi frá sér fréttatilkynningu þess efnis í dag að Andri Ólafsson sé hættur knattspyrnuiðkun og orðinn aðstoðarþjálfari Eyjamanna.

Hér að neðan má sjá tilkynninguna í heild sinni, en Andri er uppalinn Eyjamaður og á 219 leiki að baki fyrir liðið. Þar af eru 162 leikir í efstu deild. Andri lék fjóra leiki í deildinni snemma á síðasta tímabili en þurfti síðan draga sig í hlé vegna meiðsla.

Fréttatilkynningin frá ÍBV: 

Andri Ólafsson hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari ÍBV og er því formlega orðinn hluti af þjálfarateyminu ásamt þeim Jóni Ólafi Daníelssyni og Kristjáni Guðmundssyni.

Andri varð hluti að þjálfarateymi ÍBV sl. tímabil eftir að ljóst var að hann gæti ekki spilað meira vegna meiðsla. Síðasti leikur Andra var á móti KR á Hásteinsvelli 14. júní þar sem hann skoraði jafnframt eitt mark. Góður endir á spilaferlinum en Andri á að baki 219 leiki með ÍBV. Þess má geta að hann óskaði eftir því að vera tekinn af launaskrá eftir að spilamennsku hans lauk svo hægt væri að styrkja liðið enn frekar þegar glugginn myndi opnast. Uppalinn eyjapeyi og er sannarlega með hjartað á réttum stað. Þríeykið er nú fullkomnað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert