ÍBV semur við franskan bakvörð

Yvan Erichot skrifar undir samninginn í dag.
Yvan Erichot skrifar undir samninginn í dag. Ljósmynd/ÍBV

Knattspyrnudeild ÍBV hefur gert samning við hinn franska Yvan Erichot, en hann leikur sem bakvörður. Erichot er uppalinn hjá Mónakó og hefur leikið í Belgíu, Frakklandi, Portúgal, Englandi og nú síðast var hann á mála hjá Paphos á Kýpur.

Erichot lék 19 leiki fyrir Leyton Orient tímabilið 2016-17 en liðið féll þá úr ensku D-deildinni. Leiktíðina á undan lék hann 30 leiki fyrir Sint-Truiden í efstu deild Belgíu. 

Frakkinn er fjórði leikmaðurinn sem Eyjamenn fá til sín fyrir næsta sumar. Alfreð Már Hjaltalín kemur frá Víkingi Ó. og Ágúst Leó Björnsson og Dagur Austmann Hilmarsson frá Stjörnunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert