Fín frammistaða gegn Evrópumeisturunum

Byrjunarlið Íslands gegn Hollendingum.
Byrjunarlið Íslands gegn Hollendingum. Ljósmynd/twitter

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu gerði markalaust jafntefli gegn Evrópumeisturum Hollands í þriðja leik sínum í Algarve-bikarnum í Portúgal í dag.

Hollendingar réðu ferðinni lengst af leiksins en íslenska liðið varðist fimlega allan leikinn og barðist hetjulega fyrir stiginu. Ísland átti eitt gott færi en markvörður Hollendinga varði vel frá Öglu Maríu Albertsdóttir eftir að hún hafði fengið góða sendingu frá Fanndísi Friðriksdóttur.

Hollendingum gekk illa að brjóta á bak aftur vel skipulagt lið Íslands. Aftasta varnarlínan var mjög sterk og Guðbjörg Gunnarsdóttir markvörður var öryggið uppmálað á milli stanganna.

Holland endaði í efsta sæti í C-riðlinum með 7 stig, Japanir í öðru með 6 stig en þeir lögðu Dani að velli í dag 2:0, Íslendingar urðu  í þriðja sætinu með 2 stig og Danir ráku lestina með 1 stig.

Ísland leikur um níunda sætið á mótinu á miðvikudaginn og mótherjinn mun liggja fyrir í kvöld.

Holland 0:0 Ísland opna loka
90. mín. Uppbótartíminn er 3 mínútur.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert