Eitt af átta verstu töpum Íslandssögunnar

Denis Zakaria skorar annað mark Svisslendinga gegn Íslandi í leiknum …
Denis Zakaria skorar annað mark Svisslendinga gegn Íslandi í leiknum í dag. AFP

Ósigur Íslands gegn Sviss í Þjóðadeild UEFA í St. Gallen í dag, 6:0, er í hópi verstu ósigranna í sögu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og fer á lista með þeim átta stærstu frá því Ísland lék fyrst landsleik árið 1946.

Að sjálfsögðu er 14:2-tapið gegn Dönum á Idrætsparken í Kaupmannahöfn árið 1967 langstærsta tap Íslands frá upphafi. Útreiðin í St. Gallen í dag er síðan sú versta síðan Danir sigruðu Íslendinga 6:0 á Parken árið 2001 en þetta er í fjórða sinn sem Ísland tapar 6:0 í landsleik.

Átta verstu ósigrar Íslands frá upphafi eru þessir:

14:2 gegn Danmörku á Idrætsparken í Kaupmannahöfn í vináttulandsleik árið 1967.

8:0 gegn Frakklandi í Nantes í undankeppni HM árið 1957.

8:1 gegn Hollandi í Deventer í undankeppni HM árið 1973.

7:1 gegn Slóveníu á alþjóðlegu móti á Möltu árið 1996.

6:0 gegn Bretlandi í undankeppni Ólympíuleikanna á Laugardalsvellinum árið 1963.

6:0 gegn Austur-Þýskalandi í undankeppni EM á Laugardalsvellinum árið 1987.

6:0 gegn Danmörku á Parken í Kaupmannahöfn í undankeppni HM árið 2001.

6:0 gegn Sviss í St. Gallen í Þjóðadeild UEFA árið 2018.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert