Vil að þeir geti horft stoltir í spegilinn

Erik Hamrén á fréttamannafundinum í dag.
Erik Hamrén á fréttamannafundinum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, segir það vissulega mikla áskorun fyrir íslenska liðið að takast á við bronslið HM annað kvöld eftir 6:0-risatapið gegn Sviss í Þjóðadeildinni á laugardaginn.

Hamrén ræddi við blaðamenn í dag og var spurður hvað hann teldi nú, þegar hann hefði melt leikinn betur, að hefði farið úrskeiðis:

„Við gætum talað lengi um það. Ég tel að maður megi taka 24 tíma í að fagna eða gráta úrslit. Stundum tapar maður en er samt sáttur með frammistöðuna, en við vorum sáttir við hvorugt í leiknum. Við misstum skipulagið og hættum að vinna saman í stöðunni 3:0,“ sagði Hamrén.

„Við höfum skilið við þetta núna og horfum fram á leikinn við Belgíu. Það verður virkilega mikil áskorun, sérstaklega eftir þetta sára tap gegn Sviss. Tapið svíður fyrir hvern einasta leikmann, þjálfara og stuðningsmann. Við verðum að einbeita okkur vel að næsta leik, vorum aðeins of seinir á fundinn núna því við vorum að funda með leikmönnum. Ég vil að leikmenn geti horft í spegilinn eftir næsta leik og verið stoltir og ánægðir með sína frammistöðu. Að þeir sjái í augum hver annars að þeir hafi lagt sig 100% fram og unnið saman til að gera sitt besta. Svo sjáum við til hvaða úrslitum það skilar,“ sagði Hamrén.

Textalýsingu frá fundinum, þar sem Hannes Þór Halldórsson sat einnig fyrir svörum, má sjá hér að neðan.

Blaðamannafundur fyrir leik við Belgíu opna loka
kl. 10:50 Leik lokið Þar með er fundinum lokið. Hamrén og Hannes ganga út til móts við aðra leikmenn landsliðsins sem hefja nú æfingu á Laugardalsvelli.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert