Fabregas: Erum tæknilega betri en Ítalir

Spánverjar klárir
Spánverjar klárir Reuters

Cesc Fabregas óttast ekki að mæta liði Ítala í fjórðungsúrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu þrátt fyrir að gengi Spánar gegn Ítölum almennt sé dapurt og ár og dagur sé síðan Spánverjar náðu langt á EM.

Segir kappinn mikla eftirvæntingu innan hóp Spánverja eftir leiknum og að þjálfarinn Luis Aragonés hafi með öllu komið í veg fyrir hræðslu með uppbyggilegum fundum sínum með liðsmönnum. Ennfremur sé lið Spánverja tæknilega mun frískara og betra en leikmenn Ítalíu.

„Það er bara komið að því andartaki að Spánn geri rósir á alþjóðlegu móti og stemmningin í hópnum er frábær. Ég er viss um að við stöndum okkur vel áfram og koðnum ekki niður eins og hefur komið fyrir í fortíðinni.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert