„Helvíti langt á McDonald's“

11:31 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu kveður brátt bæinn Ermelo þar sem það hefur dvalið á meðan á Evrópumótinu í Hollandi hefur staðið. Þjálfarar landsliðsins, Freyr Alexandersson og Ásmundur Haraldsson, segjast hæstánægðir með þann stað sem þeir völdu fyrir liðið. Meira »

Fjöldi fyrirspurna um nýju leikmennina í landsliðinu

10:14 Frammistaða leikmanna á borð við Ingibjörgu Sigurðardóttur, Sigríði Láru Garðarsdóttur og Öglu Maríu Albertsdóttur á Evrópumótinu í Hollandi hefur vakið athygli erlendra knattspyrnufélaga. Meira »

Líklega breytt byrjunarlið gegn Austurríki

09:41 Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari segir það koma sterklega til greina að gera breytingar á byrjunarliði Íslands fyrir leikinn gegn Austurríki á miðvikudag, þann síðasta á Evrópumótinu í Hollandi. Meira »

Dregst Ísland aftur úr?

07:00 Viðvörunarbjöllur klingja óhjákvæmilega nú þegar ljóst er að Ísland endar í neðsta sæti síns riðils á EM kvenna í knattspyrnu. Meira »

„Ætlum að vinna mótið í stúkunni“

05:30 „Í viðtölum við stelpurnar sögðust þær ætla að klára þetta með stæl. Það ætla stuðningsmennirnir líka að gera og vinna mótið í stúkunni.“ Meira »

Dómarinn átti sviðið í stórleiknum

Í gær, 20:33 England er með fullt hús stiga í D-riðli Evrópumóts kvenna í knattspyrnu eftir sigur á Spáni í stórleik riðilsins í kvöld, 2:0, og fer með því langt með að tryggja sér efsta sæti riðilsins en ef allt fer illa fyrir þær ensku gætu þær þó enn setið eftir í riðlinum. Meira »

Mun nýta mér hverja mínútu

í gær „Hver mínúta í þessu móti er eitthvað sem ég mun nýta mér í næstu verkefnum með landsliðinu,“ segir Agla María Albertsdóttir, yngsti leikmaður sem spilað hefur fyrir Ísland á stórmóti í knattspyrnu. Meira »

Freyr horfir til HM í Frakklandi

í gær Freyr Alexandersson ætlar að halda áfram sem þjálfari kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu eftir EM og stýra liðinu í undankeppni heimsmeistaramótsins í Frakklandi 2019. Meira »

Samt átti maður eitthvað inni

í gær „Það er svolítið erfitt að jafna sig eftir að hafa dottið úr keppni. Maður er ennþá að reyna að jafna sig,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, eftir æfingu landsliðsins í dag nú þegar ljóst er að Ísland kemst ekki í 8-liða úrslit EM í Hollandi. Meira »

Grindvíkingurinn Mendes skoraði hjá Stjörnumarkverði

í gær Carolina Mendes, leikmaður Grindavíkur, skoraði fyrra mark Portúgals í 2:1 sigri liðsins á Skotlandi í D-riðli á EM kvenna í Hollandi í dag. Meira »

Hún fór beint í líkamann minn

í gær „Núna vitum við bara að við erum úr keppni og eigum einn leik eftir sem við ætlum að vinna og ganga stoltar frá. Við ætlum brjálaðar í leikinn og stoltar heim,“ sagði Hólmfríður Magnúsdóttir sem átti frísklega innkomu gegn Sviss á EM í knattspyrnu í Hollandi í gær. Meira »

Allt í einu að huga að flugmiða heim

í gær „Maður lifði í voninni en það er erfitt að treysta á aðra. Við stilltum okkur sjálfar upp við vegg og þá endaði þetta svona,“ sagði Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, á æfingu í dag eftir að Ísland féll úr leik á EM í Hollandi. Meira »

Þetta voru síðustu droparnir

í fyrradag „Þetta er ótrúlega svekkjandi. Sárt, rosalega sárt og þungt,“ sagði Sif Atladóttir, landsliðskona í knattspyrnu eftir 2:1-tap gegn Sviss í öðrum leik Íslands á EM í knattspyrnu í kvöld. Meira »

EM í fótbolta

Meira
L U J T Mörk Stig
1 Austurríki 2 1 1 0 2:1 4
2 Frakkland 2 1 1 0 2:1 4
3 Sviss 2 1 0 1 2:2 3
4 Ísland 2 0 0 2 1:3 0
22.07Frakkland1:1Austurríki
22.07Ísland1:2Sviss
18.07Frakkland1:0Ísland
18.07Austurríki1:0Sviss
26.07 18:45Sviss:Frakkland
26.07 18:45Ísland:Austurríki
urslit.net