England ekki unnið Frakkland í 15 ár

Það verður enginn Wayne Rooney í liði Englands í dag.
Það verður enginn Wayne Rooney í liði Englands í dag. AFP

Englendingar hefja leik á EM í dag klukkan 16.00 þegar liðið mætir Frakklandi í fyrsta leik D-riðils.

Englendingar hafa ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum gegn Frakklandi undanfarin ár en England hefur ekki lagt Frakkland að velli síðan í júní 1997.

Þá mættust liðin í vináttuleik þar sem goðsögnin Alan Shearer skoraði eina markið á 86. mínútu.

Síðan þá hafa liðin mæst fimm sinnum og hafa Frakkar unnið fjóra af þeim fimm leikjum og einu sinni hafa liðin gert jafntefli.

Einn af þeim leikjum var einmitt fyrsti leikur beggja liða á EM í Portúgal árið 2004. Þar kom Frank Lampard Englandi yfir í fyrri hálfleik en Zinedine Zidane tryggði Frökkum sigur með tveimur mörkum í uppbótartíma.

Þjóðirnar hafa mæst 28 sinnum á knattspyrnuvellinum og í gegnum söguna hafa Englendingar haft betur. England hefur unnið 16 leiki, Frakkar átta og fjórum sinnum hafa liðin skilið jöfn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin